lau 18. september 2021 20:36
Brynjar Ingi Erluson
„Hvernig er hægt að réttlæta það að hvorki ég né Aron Þórður erum í liði ársins?"
Indriði Áki er ekki sáttur með valið á liði ársins
Indriði Áki er ekki sáttur með valið á liði ársins
Mynd: Raggi Óla
Indriði Áki Þorláksson, leikmaður Fram, er ósáttur með valið á liði ársins í Lengjudeildinni en Framarar fóru taplausir í gegnum tímabilið.

Indriði skoraði sex mörk í tuttugu leikjum með Frömurum í sumar og var virkilega ógnandi í sóknarleik liðsins.

Sex leikmenn Fram eru í liði ársins í Lengjudeildinni sem var tilkynnt í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag en það voru þeir Ólafur Íshólm Ólafsson, Alex Freyr Elísson, Kyle McLagan, Haraldur Einar Ásgrímsson, Fred Sairaiva og Albert Hafsteinsson.

Indriði var þó ekki ánægður með valið og skilur ekkert í því af hverju hann og Aron Þórður Albertsson hafi ekki verið í valinu en það eru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildinni sem velja lið ársins.

„Hvernig er hægt að réttlæta það að hvorki ég né Aron Þórður erum í liði ársins? Greinilega mikilvægt að hafa stuðningsmenn í fjölmiðlum," sagði Indriði á Twitter en þar var honum réttilega bent á að fjölmiðlamenn sjá ekki um valið.

Báðir leikmennirnir fengu tilnefningu í lið ársins. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var valinn þjálfari ársins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner