Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. september 2022 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Býst við að sjá Arsenal í titilbaráttunni - Jesus fagnaði fyrir Vinicius
Mynd: EPA

Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford var svekktur eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Arsenal í dag.


Liðin mættust í nágrannaslag og virtist Brentford aldrei eiga möguleika gegn léttleikandi Arsenal-mönnum sem tróna nú á toppi úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir 7 umferðir.

„Við spiluðum þokkalegan leik gegn gríðarlega sterkum andstæðingum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum en sýndu gæðin sín og áttu skilið að sigra. Þeir hafa farið gífurlega vel af stað og eru á toppi deildarinnar. Miðað við gæðin sem þeir hafa í liðinu þá hljóta þeir að geta blandað sér í titilbaráttuna," sagði Frank að leikslokum.

Gabriel Jesus skoraði annað mark Arsenal og fagnaði með dansi til að senda skilaboð til stuðnings samlanda sins Vinicius Jr sem varð fyrir kynþáttafordómum á dögunum.

„Ég fagnaði fyrir minn mann Vinicius Jr. Við þurfum að útrýma kynþáttafordómum, þetta var fyrir hann."


Athugasemdir
banner
banner
banner