Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. september 2022 17:23
Ívan Guðjón Baldursson
Ingibjörg og Berglind á skotskónum - Dagný fyrirliði gegn Everton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið hjá West Ham sem lagði Everton að velli í fyrstu umferð ensku kvennadeildarinnar.


West Ham vann leikinn 1-0, hálfgerð speglun á karlaleiknum sem fór fram í dag þar sem Everton vann 1-0 á heimavelli.

Lisa Evans gerði eina mark leiksins og var Dagný á vellinum allan leiktímann.

Tottenham lagði Leicester að velli í dag og Aston Villa hafði betur gegn stórliði Manchester City. Merkileg úrslit þar á bæ.

West Ham 1 - 0 Everton
1-0 Lisa Evans ('45)

Í Noregi skoraði Ingibjörg Sigurðardóttir í stórsigri Vålerenga gegn Stabæk. Vålerenga er í þriðja sæti á lokahnykk norsku deildarinnar, fimm stigum eftir toppliði Brann.

Þá átti Berglind Rós Ágústsdóttir mark og stoðsendingu í stórsigri Örebro gegn AIK í sænsku deildinni. Örebro siglir lygnan sjó þar með 27 stig eftir 20 umferðir.

Að lokum var Guðný Árnadóttir í byrjunarliði AC Milan sem lagði Sassuolo að velli. Þetta er fyrsti sigur Milan á tímabilinu eftir tapleiki í fyrstu tveimur umferðunum.

Stabæk 0 - 5 Vålerenga

Örebro 5 - 1 AIK

Milan 3 - 1 Sassuolo


Athugasemdir
banner
banner