sun 18. september 2022 20:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rosenborg upp fyrir Bodö/Glimt - Ísak Bergmann lagði upp í tapi
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: EPA
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslendingar voru í eldlínunni í Noregi í dag.


Rosenborg vann frábæran 3-1 sigur á Lilleström en Kristall Máni Ingason var ekki með vegna meiðsla. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður hjá Lilleström.

Bodö/Glimt gerði 1-1 jafntefli gegn Haugesund á sama tíma. Alfons Sampsted spilaði rúmann klukkutíma. Það þýðir að Rosenborg er komið yfir Bodö/Glimt í 3. sæti deildarinnar og er stigi á eftir Lilleström sem er í 2. sæti.

Það er aðeins lengra upp í topplið Molde eða 14 stig.

Brynjólfur Willumsson lék allan leikinn í 4-1 tapi Kristiansund gegn Strömsgodset en Ari Leifsson leikmaður Strömsgodset er meiddur og var því ekki með í dag.

Brynjar Ingi Bjarnason var áfram á bekknum hjá Valerenga þegar liðið valtaði yfir Senderfjord 4-0. Patrik Gunnarsson var á milli stangana hjá Viking semg erði 2-2 jafntefli gegn Tromsö.

Kristiansund er í næst neðsta sæti, sjö stigum frá öruggu sæti. Strömsgodset er í 8. sæti með 32 stig eftir 23 leiki. Valerenga er í 5. sæti með 39 stig, þremur stigum á eftir Bodö/Glimt. Viking er svo í 6. sæti með 33 stig.

Gengur ekkert hjá FCK

Það gengur ekkert hjá dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn en liðið er aðeins með 12 stig eftir 10 leiki. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru í byrjunarliðinu í dag sem mætti Midtjylland.

Orri Steinn Óskarsson kom inná sem varamaður en Elías Rafn Ólafsson var á bekknum hjá Midtjylland.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Midtjylland en Ísak Bermgann lagði upp mark FCK. Midtjylland fór uppfyrir FCK með sigrinum í dag og er með 13 stig í 7. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner