Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 18. september 2023 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Fram sótti dýrmætt stig til Kópavogs
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd:

HK 1 - 1 Fram
0-0 Fred Saraiva ('27 , misnotað víti)
1-0 Arnþór Ari Atlason ('48) 
1-1 Jannik Pohl ('77 , víti)


Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

HK og Fram áttust við í eina leik kvöldsins í íslenska boltanum og úr varð hörkuspennandi slagur í fallbaráttu Bestu deildar karla.

Fram var í fallsæti og byrjaði leikinn talsvert betur í kvöld en tókst ekki að skora. Jannik Pohl átti skalla í slána áður en Fred Saraiva klúðraði vítaspyrnu með að skjóta hátt yfir markið og var staðan markalaus í leikhlé.

Bæði lið höfðu fengið hálffæri undir lok fyrri hálfleiks en heimamenn í HK tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks með skallamarki eftir aukaspyrnu. Arnþór Ari Atlason skallaði frábæra aukaspyrnu frá Ívari Erni Jónssyni í netið og hélt HK forystunni í um það bil hálftíma.

Á þessum hálftíma var Fram talsvert sterkara liðið á vellinum en tókst ekki að koma boltanum í netið, ekki fyrr en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi vítaspyrnu á 75. mínútu.

Jannik skoraði úr spyrnunni en endursýningar sýndu að brotið átti sér stað utan vítateigs og því var þetta rangur dómur hjá Vilhjálmi sem hafði átt góðan leik fram að þessum mistökum.

Lokamínúturnar voru spennandi í Kórnum þar sem HK-ingar voru líklegri til að skora en tókst ekki að krækja í sigurmark. Lokatölurnar urðu því 1-1.

Fram er búið að jafna ÍBV á stigum og er farið upp úr fallsæti á markatölu, þar sem liðið er með -15 í markatölu á meðan Eyjamenn eru með -19.

HK er sex stigum frá fallsvæðinu með fjóra leiki eftir óspilaða.


Athugasemdir
banner