Úrúgvæski miðjumaðurinn Federico Valverde þykir afar hæfileikaríkur og er samningsbundinn Real Madrid til 2027.
Það voru þó félög frá Englandi sem sýndu honum áhuga í sumar og settu sig í samband við umboðsmanninn hans.
Valverde hafði þó engan áhuga á að yfirgefa Real Madrid fyrir enska boltann.
„Meðan ég er nógu góður til að spila fyrir Real þá mun ég gera það. Þegar dagurinn rennur upp sem mér líður eins og ég sé ekki nógu góður fyrir félagið þá get ég farið að skoða í kringum mig," svaraði Valverde þegar hann var spurður út í áhuga úr enska boltanum.
Valverde er 25 ára gamall og hefur spilað 209 leiki fyrir Real Madrid. Hann hefur unnið allar mögulegar keppnir með félaginu.
Athugasemdir