Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 18. september 2024 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Emery: Þessi sigur er tileinkaður Gary Shaw og fjölskyldu hans
Mynd: EPA
Unai Emery, stjóri Aston Villa, kom sér í sögubækur félagsins í gær er liðið vann 3-0 sigur á Young Boys í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu.

Sigurinn var sá fyrsti í sögu Aston Villa í Meistaradeildinni, sem var sett á laggirnar árið 1992.

Aston Villa hafði auðvitað áður fagnaði frábærum árangri í Evrópukeppni meistaraliða og vann meðal annars keppnina árið 1981.

Í því liði var Gary Shaw, sem lést á dögunum af sárum sínum eftir að hafa dottið og orðið fyrir höfuðáverkum sem urði síðan banvænir.

„Við tókum upp þráðinn í Meistaradeildinni þar sem þeir skildu hann eftir fyrir 42 árum. Þessi sigur er fyrir Gary Shaw og fjölskyldu hans,“ sagði Emery við TNT Sports.

Emery var ánægður með að hafa landað fyrsta sigrinum í annars erfiðum leik.

„Leikurinn var erfiður. Reynsla okkar í Sambandsdeildinni sýndi það. Við einbeittum okkur vel að því að halda samræmi í 90 mínútur. Við vorum enn að aðlagast vellinum og virðum alltaf andstæðinga okkar,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner