PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   sun 18. október 2020 19:26
Ívan Guðjón Baldursson
Son: Ótrúlega sorglegt og ætti aldrei að gerast aftur
Heung-min Son skoraði og lagði upp er Tottenham komst í þriggja marka forystu gegn West Ham í dag.

Son tókst ekki að bæta fjórða marki heimamanna við og refsuðu gestirnir á lokakaflanum. Hamrarnir náðu að skora þrjú mörk og jafna á síðustu mínútunum. Hann var miður sín að leikslokum.

„Strákarnir eru miður sín. Við áttum skilið að fá þrjú stig og spiluðum mjög vel allt þar til á síðustu tíu mínútunum. Þetta er sjokkerandi tap fyrir okkur en svona er fótboltinn," sagði Son.

„Við verðum að halda einbeitingu þar til dómarinn flautar af. Þetta er góð lexía fyrir okkur, við viljum aldrei lenda í þessu aftur. Við stjórnuðum þessum leik, það má ekki tapa stigum eftir að hafa komist þremur mörkum yfir á heimavelli. Þetta er ótrúlega sorglegt og ætti aldrei að gerast aftur.

„Ég veit ekki hvað annað ég get sagt, ég er mjög sorgmæddur. Mér líður eins og við höfum tapað. Þetta eru mikilvæg stig sem við töpuðum. Við spiluðum frábærlega."


Tottenham er með átta stig eftir fimm umferðir. Son er búinn að vera í algjöru lykilhlutverki ásamt Harry Kane.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner