Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. október 2021 07:30
Victor Pálsson
„Enginn betri í að verja skot en Mendy"
Mynd: Getty Images
Það er enginn markvörður í ensku úrvalsdeildinni betri í að verja skot í dag en Edouard Mendy sem leikur með Chelsea.

Mendy átti stórleik fyrir Chelsea í gær gegn Brentford en hans menn unnu 1-0 sigur og geta þakkað þessum fyrrum markmanni Rennes fyrir það.

Brad Friedel, fyrrum markvörður Blackburn og Tottenham, er á því máli að Mendy sé í dag vanmetnasti markvörðurinn sem spilar í úrvalsdeildinni.

„Það er enginn betri í að verja skot en hann. Hann er vanmetnasti markvörðurinn þessa stundina. Það ríkir líka ákveðin óvissa með hann þar sem þetta er hans annað tímabil á Englandi,“ sagði Friedel.

„Það voru ekki margir sem vissu mikið um hann þegar hann kom frá Renens, hann hélt hreinu í 16 deildarleikjum af 31 á síðustu leiktíð.“

„Hann spilaði stórt hlutverk hjá Chelsea í Meistaradeildinni og jafnaði þar met með því að halda hreinu níu sinnum í keppninni.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner