Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. október 2021 09:00
Victor Pálsson
Helgi talar um spillingu í Portúgal - „Veist ekki hvað þú átt að gera við peninginn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá í síðustu viku og ræddi þar um ýmis mál sem komu upp á hans ferli.

Helgi Valur lék til að mynda með portúgalska liðinu Belenenses en hann var þar frá 2013 til ársins 2014 eftir þriggja ára dvöl hjá AIK í Svíþjóð.

Helgi talar um mikla spillingu í portúgölsku deildinni en í sum skipti þá fengu hann og liðsfélagar borgað frá stærri liðum deildarinnar fyrir að ná í góð úrslit gegn öðrum toppliuðum.

Porto, Sporting og Benfica eru stærstu lið Portúgals en þau keppast um titilinn stóra á hverju ári. Það er því horft á það sem ákveðna hvatningu fyrir minni lið til að ná í úrslit í erfiðu verkefni.

„Það er mikil spilling þarna. Stundum fengum við 500 evru seðla í klefanum eftir leiki eins og jafntefli við Benfica. Þá hafði Porto gefið klúbbnum okkar ákveðna summu, ef við náum að vinna eða gera jafntefli. Þetta er allt gúdderað því þeir gefa okkur pening til að vinna,“ sagði Helgi.

„Þetta var bara samþykkt og svo fórum við bara í röð inn á skrifstofu til stjórans eftir þessa leiki og það var stundum einn 500 evru seðill eða tveir. Ég held að allir hafi fengið það sama. Þetta var mjög skrítið, þú veist ekki hvað þú átt að gera við 500 eru seðil. Þetta er einhver 80 þúsund kall.“

„Ef Blikar hefðu borgað KR fyrir síðustu umferðina eða næst síðustu umferð. Það myndi aldrei ganga. Þetta er samþykkt þarna og svona leið stóru liðanna að hjálpa þeim litlu. Þetta er fyrir ofan borð, allir vita af þessu og þetta er í lagi.“

Helgi heldur áfram og talar einnig um mútur innan deildarinnar og segist vera 100 prósent að eigandi Belenenses hafi í einhver skipti borgað andstæðingum til að spila verr en venjulegt væri.


Athugasemdir
banner
banner
banner