Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 16. október 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Dele Alli fer ekki til Wrexham
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Dele Alli mun ekki ganga í raðir Wrexham í ensku B-deildinni, en félagið hefur fyllt síðasta lausa plássið í leikmannahópnum fyrir þessa leiktíð.

Ítalska félagið Como rifti samningi Alli í síðasta mánuði og er hann því laus allra mála.

Margir hafa beðið eftir endurkomu hans á völlinn og trúin ekki alveg horfin á að hann geti komið sér aftur í gang.

Alli hefur glímt verið erfið meiðsli síðustu ár og opnaði sig þá um andleg veikindi sín í tilfinningaþrungnu viðtali við Gary Neville á síðasta ári.

Englendingurinn gekk í raðir Como í byrjun ársins og lék sinn eina leik fyrir félagið gegn AC Milan í mars er hann kom inn af bekknum undir lok leiks, en fékk að líta rauða spjaldið aðeins nokkrum mínútum síðar fyrir tæklingu á Ruben Loftus-Cheek.

Alli, sem var eitt sinn bjartasta von Englendinga, var orðaður við velska félagið Wrexham á dögunum, en það er nú úr sögunni þar sem Wrexham hefur fyllt síðasta lausa plássið í hópnum.

Ollie Rathbone mun fá plássið en hann er að snúa til baka eftir erfið ökklameiðsli sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu. Hann lék 48 leiki og skoraði 8 mörk er Wrexham komst upp í B-deildina í vor.

Alli er kominn aftur á byrjunarreit í leit sinni að nýju félagi, en þessi 29 ára gamli leikmaður hefur verið að halda sér í formi á Balí í Indónesíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner