Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 16. október 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Kemur ekki til greina að selja Baleba í janúar
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton ætlar ekki að selja kamerúnska miðjumanninn Carlos Baleba í janúarglugganum og kemur aðeins til greina að leyfa honum að fara eftir tímabilið.

Manchester United hafði áhuga á því að fá Baleba í sumar en Rauðu djöflarnir töldu verðmiðann of háan.

Samkvæmt ensku miðlunum var Brighton opið fyrir viðræðum ef tilboð sem nemur um 115 milljónum bærist í hann.

talkSPORT segir að Man Utd hafi enn áhuga á Baleba, en Brighton neitar að selja hann í janúar. Því er Man Utd að hallast frekar að Adam Wharton, leikmanni Crystal Palace.

Frammistaða Baleba í byrjun tímabils gaf sterklega til kynna að áhugi Man Utd í sumar hafi haft áhrif á spilamennsku hans, en hann hefur bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum.

Liverpool hefur einnig verið sagt áhugasamt um Baleba, en hvort félagið sé reiðubúið að punga út meira en 100 milljónum punda í þriðja leikmanninn á innan við ári verður að fá að koma í ljós.
Athugasemdir
banner