Danny Röhl, fyrrum stjóri Sheffield Wednesday, hefur tjáð skoska félaginu Rangers að hann hafi ekki áhuga á því að taka við liðinu, en þetta segir fréttastofa Sky Sports í kvöld.
Russell Martin var látinn taka poka sinn eftir slaka byrjun á tímabilinu og Rangers leitað í örvæntingu eftir fýsilegum kost í hans stað en sú leit er ekki að ganga vel.
Steven Gerrard hafnaði því taka aftur við Rangers. Hann fór í viðræður en ákvað á endanum að draga sig úr kapphlaupinu.
Röhl var í baráttunni við Gerrard um starfið en Sky segir að nú hafi hann einnig ákveðið hafna Rangers.
Þjálfarinn tók við Sheffield Wednesday fyrir tveimur árum sem var hans fyrsta aðalþjálfarastarf á ferlinum. Hann mætti ekki á réttum tíma í undirbúningstímabil liðsins vegna óvissu um framtíð og fjárhag félagsins, en aðeins nokkrum vikum síðar greindi félagið frá starfslokum hans.
Kevin Muscat, fyrrum leikmaður Rangers, er nú líklegastur til að taka við, en það verður annað starf hans í Evrópu. Hann hefur þjálfað í Ástralíu, Japan og nú síðast Kína, ásamt því að hafa þjálfað belgíska liðið St. Truiden um skamma hríð.
Athugasemdir