Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
banner
   mið 15. október 2025 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Skoraði nánast frá miðju í Meistaradeildinni
Kvenaboltinn
Mynd: Lyon
Hin 18 ára gamla Lily Yohannes opnaði markareikninginn í Meistaradeild Evrópu með stæl er Lyon bar sigurorð af St. Pölten. 3-0, í kvöld.

Bandaríska landsliðskonan gekk í raðir Lyon frá Ajax í sumar og skoraði sitt fyrsta deildarmark í fyrsta leiknum gegn Marseille í síðasta mánuði.

Í kvöld kom fyrsta Meistaradeildarmarkið og á hún seint eftir að gleyma því.

Yohannes fékk boltann við miðju, lagði hann fyrir sig og hamraði boltanum yfir markvörð St. Pölten og í netið.

Svona á að kynna sig í Meistaradeildinni og verður gaman að fylgjast með þessari efnilegu fótboltakonu í framtíðinni.

Lyon er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en markið hjá Yohannes má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner