
Hin 18 ára gamla Lily Yohannes opnaði markareikninginn í Meistaradeild Evrópu með stæl er Lyon bar sigurorð af St. Pölten. 3-0, í kvöld.
Bandaríska landsliðskonan gekk í raðir Lyon frá Ajax í sumar og skoraði sitt fyrsta deildarmark í fyrsta leiknum gegn Marseille í síðasta mánuði.
Í kvöld kom fyrsta Meistaradeildarmarkið og á hún seint eftir að gleyma því.
Yohannes fékk boltann við miðju, lagði hann fyrir sig og hamraði boltanum yfir markvörð St. Pölten og í netið.
Svona á að kynna sig í Meistaradeildinni og verður gaman að fylgjast með þessari efnilegu fótboltakonu í framtíðinni.
Lyon er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en markið hjá Yohannes má sjá hér fyrir neðan.
WHAT. A. GOAL. ????
— ESPN UK (@ESPNUK) October 15, 2025
18-year-old Lily Yohannes showing world-class quality ???? pic.twitter.com/MKmfxEr8h0
Athugasemdir