Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íhuga að framlengja en launin yrðu lægri
Mynd: EPA
Manchester United er að íhuga að bjóða brasilíska miðjumanninum Casemiro framlengingu á samningi sínum en núgildandi samningur rennur út næsta sumar.

Launin yrðu þó lægri en þau sem hann er með núna.

Casesmiro hefur byrjað fimm leiki á tímabilinu, skorað eitt mark, og er lykilmaður hjá Ruben Amorim.

Hann er á mjög háum samningi, of háum að margra mati, en hann fær á bilinu 350-375 þúsund pund í vikulaun.

Í samningnum er möguleiki fyrir United að framlengja samninginn sjálfkrafa en brasilíski landsliðsmaðurinn yrði alltaf að samþykkja nýjan samning ef laununum yrði breytt.

Hann kom frá Real Madrid sumarið 2022 og hefur skorað sjö mörk í 83 úrvalsdeildarleikjum frá komu sinni. Hann byrjaði báða leiki brasilíska landsliðsins í landsleikjahléinu og er líklegur til þess að byrja gegn Liverpol í deildinni á sunnudag.
Athugasemdir