Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 15:32
Elvar Geir Magnússon
Man City vill fá eftirsóttan Elliot Anderson
Elliot Anderson í landsleik.
Elliot Anderson í landsleik.
Mynd: EPA
Manchester City vill fá Elliot Anderson, leikmann Nottingham Forest, en hann gæti kostað um 75 milljónir punda.

Mirror segir að Pep Guardiola hafi fylgst með Anderson og sé orðinn mikill aðdáandi enska landsliðsmannsins.

Anderson er mjög eftirsóttur, City fær væntanlega harða samkeppni frá Chelsea og þá er Manchester United sagt vera í startholunum.

Anderson er 22 ára en hann kom til Forest frá Newcastle fyrir 35 milljónir punda 2024. Hann hefur unnið sé inn sæti í enska landsliðinu.
Athugasemdir