
Ísabella Sara Tryggvadóttir og stöllur hennar í Rosengård eru úr leik í Evrópubikarnum eftir 5-2 samanlagt tap gegn portúgalska liðinu Sporting í Malmö í kvöld.
Rosengård mátti þola þriggja mark tap í fyrri leiknum og þurfti því kraftaverk til að komast áfram.
Tvisvar komst Sporting yfir í leiknum en í bæði skiptin náði Rosengård að svara fyrir sig.
Ísabella Sara lék allan leikinn með Rosengård sem er nú úr leik í Evrópubikarnum og bætir það ofan annars erfitt tímabil sænsku meistaranna.
Rosengård tapaði aðeins einum deildarleik á síðustu leiktíð, en miklar breytingar á leikmannahópnum hafa tekið sinn toll og er liðið nú í bullandi fallbaráttu þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku deildinni.
Eins og staðan er núna situr Rosengård í þriðja neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti, en eins og staðan er núna er útlit fyrir að Rosegård fari í umspil um sæti í deildinni.
Rosengård mætir næst Norrköping sem er í 5. sæti en á einnig eftir að mæta Alingsås og Linköping sem eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar.
Athugasemdir