Varnarmaðurinn öflugi Nico Schlotterbeck er í viðræðum við FC Bayern um samningsmál þar sem Þýskalandsmeistararnir ætla að leggja fram tilboð í hann.
Schlotterbeck rennur út á samningi hjá Borussia Dortmund sumarið 2027 og gæti þýska félagið neyðst til að selja hann næsta sumar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.
Barcelona hefur einnig verið orðað við Schlotterbeck en þýskir fjölmiðlar segja Bayern vera í bílstjórasætinu.
„Ég get ekki tjáð mig um það," sagði Schlotterbeck þegar hann var spurður út í orðróminn í landsleikjahlénu með Þýskalandi.
Schlotterbeck er 25 ára gamall og hefur leikið 22 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann er miðvörður að upplagi en getur einnig spilað sem vinstri bakvörður.
Athugasemdir