Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 16:54
Elvar Geir Magnússon
Evrópubikar kvenna: Breiðablik áfram eftir jafntefli í Serbíu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spartak Subotica 1 - 1 Breiðablik (Samtals: 1-5)
1-0 Soyi Kim ('54 )
1-1 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('79 )
Lestu um leikinn

Íslandsmeistarar Breiðabliks verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Evrópubikars kvenna á föstudaginn.

Blikakonur unnu fyrri leikinn gegn Spartak Subotica 4-0 í síðustu viku og fóru því vel nestaðar til Serbíu. Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu skoruðu heimakonur.

„Það koma bara skot og mark úr gjörsamlega engu... Soyi Kim fær boltann, leggur hann fyrir sig og tekur skot utan af velli og neglir því bara í markið, Devine bara átti ekki séns," skrifaði Snæbjört Pálsdóttir í textalýsingu frá leiknum.

Á 79. mínútu tók Agla María Albertsdóttir hornspyrnu og Heiða Ragney Viðarsdóttir skoraði af stuttu færi. Leikurinn endaði 1-1 og Breiðablik vann einvígið 5-1.
Athugasemdir
banner