Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Færist upp fyrir Baleba á óskalista Man Utd
Wharton
Wharton
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace, hefur færst upp fyrir Carlos Baleba á óskalista Manchester United. Það er i newspaper sem greinir frá.

Sky Sports sagði frá því fyrr í þessum mánuði að nýr miðjumaður væri aðal skotmark United fyrir næsta sumar.

United hefur lengi verið með augastað á Baleba en þrátt fyrir mikla umfjöllun í fjölmiðlum reyndi félagið aldrei við hann í sumar.

Nú er sagt frá því að Ruben Amorim horfi meira til Wharton eftir hæga byrjun kamerúnska miðjumannsins með Brighton á tímabilinu.

Baleba hefur ekki náð að klára 90 mínútna leik á þessu tímabili, hefur ekki verið í sínu besta standi í haust, en Wharton hefur á sama tíma haldið áfram að spila vel með Palace.

Sagt er frá því að einhverjir hjá United horfi á Wharton sem næsta Michael Carrick og að Wharton pasi inn í það sem United vilji sjá á miðjunni sinni.

Samningur Wharton við Crystal Palace rennur út 2029. Bæði Wharton og Baleba eru fæddir snemma árs 2004.
Athugasemdir
banner
banner