Selfoss hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net rætt við Óla Stefán Flóventsson um möguleikann á því að hann verði næsti þjálfari liðsins.
Selfyssingar eru í þjálfaraleit eftir að Bjarni Jóhannsson yfirgaf félagið í haust.
Óli er ekki eina nafnið sem Selfoss er að skoða, en samkvæmt heimildum munu Selfyssingar verður annar fundur með Óla á næstu dögum.
Selfyssingar eru í þjálfaraleit eftir að Bjarni Jóhannsson yfirgaf félagið í haust.
Óli er ekki eina nafnið sem Selfoss er að skoða, en samkvæmt heimildum munu Selfyssingar verður annar fundur með Óla á næstu dögum.
Óli Stefán er 49 ára og er búsettur á Höfn í Hornafirði en góður möguleiki er á því að breyting verði á því nokkuð fljótlega. Hann var síðast þjálfari Sindra tímabilið 2023 og þar á undan var hann með KA og Grindavík. Hann var í hlutverki aðstoðarþjálfara hjá Sindra á liðnu tímabili.
Selfoss féll úr Lengjudeildinni í haust eftir að hafa unnið 2. deild 2024.
Athugasemdir