Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   mið 15. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Son orðinn leikjahæstur í sögu Suður-Kóreu
Styttist í markametið
Mynd: EPA
Son Heung-min er orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu suður-kóreska landsliðsins eftir að hafa spilað í vináttulandsleikjum gegn Brasilíu og Paragvæ.

Hann er núna með 138 landsleiki að baki og bætti met Cha Bum-kun og Hong Myung-bo sem voru jafnir í 136 landsleikjum.

Hong er núverandi landsliðsþjálfari Suður-Kóreu og var Son verðlaunaður fyrir þetta afrek fyrir landsleikinn gegn Paragvæ.

Cha mætti á landsleikinn og afhenti Son sérstaka viðurkenningartreyju fyrir að bæta leikjametið. Son er 33 ára gamall og er aðeins fimm mörkum frá því að jafna Cha sem markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

Cha skoraði 58 mörk fyrir Suður-Kóreu og er Son kominn með 53 mörk.
Athugasemdir
banner