
Fjórir síðustu leikir 2. umferðar Meistaradeildar kvenna klárast í kvöld með fjórum leikjum.
Glódís Perla Viggósdóttir er í hópnum hjá Bayern München sem tekur á móti Juventus klukkan 19:00.
Bayern tapaði 7-1 fyrir Barcelona í fyrstu umferðinni og fá leikmenn nú tækifæri til að svara fyrir það hrikalega tap.
PSG mætir Real Madrid á meðan Evrópumeistarar Arsenal heimsækja Benfica. Atlético Madríd tekur þá á móti Manchester United í Madríd.
Leikir dagsins:
16:45 Atletico Madrid W - Manchester Utd W
19:00 Bayern W - Juventus W
19:00 PSG W - Real Madrid W
19:00 SL Benfica W - Arsenal W
Athugasemdir