Evrópumeistararnir Désiré Doué og Ousmane Dembélé snúa aftur á völlinn með PSG á næstu dögum eftir að hafa glímt við meiðsli í byrjun leiktíðar. Þetta segir franski miðillinn L'Equipe.
Frakkarnir meiddust með stuttu millibili í síðasta mánuði og hafa misst af nokkrum mikilvægum leikjum með liðinu.
Dembélé meiddist aftan í læri en Doué í kálfa, en samkvæmt L'Equipe eru miklar líkur á því að báðir verði í hópnum hjá PSG gegn Strasbourg um helgina.
Miðillinn segir þá að þeir Joao Neves, Bradley Barcola og Fabian Ruiz þurfi meiri tíma til að jafna sig af meiðslum og sömuleiðis brasilíski miðvörðinn Marquinhos sem mun missa af leiknum gegn Strasbourg og gegn Bayer Leverkusen.
PSG er á toppnum í frönsku deildinni eftir sjö leiki með 16 stig og með fullt hús stiga í Meistaradeildinni eftir tvær umferðir.
Athugasemdir