Ekvadorinn Moises Caicedo, miðjumaður Chelsea, hefur slitið samstarfi sínu við umbuðsmanninn Manuel Sierra.
Samkvæmt heimildum Telegraph hefur Chelsea ekki áhyggjur af stöðu mála en Caicedo er algjör lykilmaður hjá Chelsea og Sierra hjálpaði við að koma honum til félagsins frá Brighton á metfé.
Caicedo er samningsbundinn Chelsea til ársins 2031 og er meira að segja möguleiki á árs framlengingu á þeim samningi.
Samkvæmt heimildum Telegraph hefur Chelsea ekki áhyggjur af stöðu mála en Caicedo er algjör lykilmaður hjá Chelsea og Sierra hjálpaði við að koma honum til félagsins frá Brighton á metfé.
Caicedo er samningsbundinn Chelsea til ársins 2031 og er meira að segja möguleiki á árs framlengingu á þeim samningi.
Caicedo birti yfirlýsingu á Instagram reikningi sínum varðandi tíðindin. Þar stóð að hann hefði ekki framlengt samstarfið við umboðsmanninn sinn og hafi nú fengið fólk sem hann treystir til að sjá um sín mál. Caicedo fjarlægði í kjölfarið þann texta.
Íþróttalögfræðingurinn Chris Farnell mun nú sjá um mál Caicedo.
Hann var ekki með ekvadorska landsliðinu í liðnu landsliðsverkefni vegna meiðsla.
Athugasemdir