Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Evrópubikarinn: Cecilía og Karólína flugu inn í 16-liða úrslitin
Kvenaboltinn
Mynd: Inter
Inter flaug inn í 16-liða úrslit Evrópubikars kvenna í kvöld með því að vinna Vlaznia 5-0 í Skhöder í Albaníu í kvöld.

Inter slátraði Vllaznia í fyrri leiknum með 7-0 sigri og fékk Cecilía Rán Rúnarsdóttir hvíld. Hún sat allan tímann á bekknum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði hjá Inter en var tekin af velli í hálfleik í stöðunni 1-0.

Inter skoraði fjögur í þeim síðari og vann samanlagðan 12-0 sigur í rimmunni.

Eins öruggt og það gerist hjá Inter sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á föstudag.

Íslandsmeistarar Breiðabliks verða einnig í pottinum eftir að hafa unnið samanlagðan 5-1 sigur á Spartak Subotica.
Athugasemdir
banner
banner