Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 07:50
Elvar Geir Magnússon
Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane
Powerade
Mateo Retegui hefur skorað 11 mörk í 24 landsleikjum fyrir Ítalíu.
Mateo Retegui hefur skorað 11 mörk í 24 landsleikjum fyrir Ítalíu.
Mynd: EPA
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: EPA
Landsliðsmenn eru á heimleið og enski boltinn fer aftur í gang um helgina. Meðal leikja er viðureign Liverpool og Manchester United á sunnudaginn. Hér er slúðurpakki dagsins, njótið!

Manchester United hefur áhuga á að fá sóknarmann næsta sumar og er tilbúið að borga allt að 52 milljónir punda fyrir ítalska framherjann Mateo Retegui (26) sem fór frá Atalanta til Al-Qadsiah í Sádi-Arabíu í sumar. (Fichajes)

Crystal Palace er rólegt varðandi framtíð Adam Wharton (21) en fréttir berast af auknum áhuga Manchester United á miðjumanninum. (Sky Sports)

Manchester City undirbýr 75 milljóna punda tilboð í miðjumanninn Elliot Anderson (22) hjá Nottingham Forest næsta sumar en fær væntanlega harða samkeppni frá Chelsea um enska landsliðsmanninn. (Express)

Tottenham undirbýr metnaðarfulla tilraun til að fá Harry Kane (32) aftur frá Bayern München næsta sumar og er tilbúið að ganga að riftunarákvæði og launakröfum hans. (Teamtalk)

Kenan Yildiz (20), tyrkneski framherjinn hjá Juventus, heldur áfram að þrýsta á endurbættan samning. Chelsea, Arsenal, Barcelona og fleiri félög fylgjast grannt með þróun mála. (Gazzetta dello Sport)

Paris St-Germain er í viðæðum við Bradley Barcola (23) um nýjan samning en Liverpool og Bayern München eru meðal félaga sem sýndu franska landsliðsmanninum áhuga í sumar. (L'Equipe)

Barcelona og Real Madrid munu líklega berjast um Dayot Upamecano (26), varnarmann Bayern München, sem verður fáanlegur á frjálsri sölu næsta sumar. Manchester United hefur einnig áhuga á franska landsliðsmanninum. (Footmercato)

Roma er í lykilstöðu til að fá framherjann Joshua Zirkzee (24) frá Manchester United en Como er einnig með fjármagn til að fá hollenska sóknarmanninn aftur til Ítalíu. (Gazzetta dello Sport)

Juventus hefur fengið fjölda fyrirspurna frá enskum félögum í franska miðjumanninn Khephren Thuram (24). Þar á meðal frá Arsenal, Chelsea og Liverpool. Juve vill halda honum innan sinna raða. (TBR)

Enzo Maresca er með efasemdir um langtímaframtíð sína hjá Chelsea en Juventus er með augastað á stjóranum. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner