Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. nóvember 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Guðni aðeins spilað einn leik en hann er vongóður
,,Þetta kemur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur ekki verið að fá mörg tækifæri með Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Jón Guðni er einn af sjö íslenskum leikmönnum sem eru að spila í Rússlandi en hann er sá eini hjá Krasnodar. Hann gekk í raðir Krasnodar í ágúst síðastliðnum frá Norrköping í Svíþjóð.

Hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik í rússnesku úrvalsdeildinni þegar 14 umferðir eru liðnar.

„Ég er búinn að vera mikið á bekknum. Ég kem þegar tímabilið er byrjað og svo hefur liðið verið að spila vel og unnið fullt af leikjum. Það er erfitt sem varnarmaður að koma sér inn í liðið, þú ert ekki að fá 10-15 mínútur í lok leikja til að sanna þig," sagði Jón Guðni við Fótbolta.net í gær.

Jón Guðni ætlar að grípa tækifærið þegar það gefst.

„Auðvitað vill maður spila en maður verður líka að vera þolinmóður. Þetta kemur."

„Maður getur pirrað sig á þessu en það er ekki að fara að hjálpa mér neitt."

Krasnodar er í öðru sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Zenit sem situr á toppnum.
Jón Guðni: Ætlum að ná í einn sigur loksins
Athugasemdir
banner
banner