Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Tíu ár frá hönd Henry gegn Írlandi
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: Getty Images
Í dag eru tíu ár síðan Thierry Henry gerði Íra brjálaða. Henry notaði þá höndina þegar hann lagði upp sigurmark Frakka í framlengdum leik gegn Írlandi í umspili um sæti á HM í Suður-Afríku.

Sænski dómarinn Martin Hansson missti af atvikinu en Henry notaði höndina til að leggja boltann fyrir sig áður en hann gaf á William Gallas sem skoraði sigurmarkið.

Hansson áttaði sig ekki á mistökunum fyrr en í búningsklefanum eftir leik og þá brast hann í grát. Hansson náði sér aldrei á strik í dómgæslunni eftir þessi stóru mistök.

Hann fékk fjölmargar hótanir og þurfti meðal annars að flýja heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni í eina viku. Hann lagði flautuna á endanum á hilluna árið 2014 og starfar í dag sem eftirlitsmaður hjá UEFA.

The Athletic hafði upp á Hansson og spurði hvað hann myndi gera ef hann myndi hitta Henry í dag. „Ég myndi ekki tala við hann," sagði Hansson að bragði.

Henry sendi sjálfur frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar en hann fékk hótanir frá stuðningsmönnum Íra eftir leikinn.

Eftir þetta atvik komu sprotadómarar fyrir aftan mörkum í leikjum og undanfarin ár hefur VAR verið að koma inn í fótboltann.

„Eru tíu ár síðan? Wow. Ég hefði óskað mér að það hefði verið VAR þarna, það hefði verið mun auðveldara. Svona er þetta," sagði Robbie Keane, fyrrum framherji Íra, þegar hann rifjaði atvikið upp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner