Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 18. nóvember 2022 19:31
Brynjar Ingi Erluson
Ákveðið að spila á Daugava vellinum þrátt fyrir aðstæður
Daugava-leikvangurinn í Riga í Lettlandi
Daugava-leikvangurinn í Riga í Lettlandi
Mynd: EPA
Ísland mun mæta Lettlandi í úrslitaleik Baltic-bikarnum á morgun en hann mun fara fram á Daugava vellinum í Riga.

Karlalandsliðið kom sér í úrslitaleikinn á þessu æfingamóti með því að vinna Litháen eftir vítaspyrnukeppni á miðvikudag.

Liðið hefur síðustu daga æft í Lettlandi en þó ekki við kjöraðstæður.

Hópurinn æfði á Daugava vellinum í dag en þurfti að hætta snemma vegna vallaraðstæðna.

KSÍ leitaðist eftir því að spila á öðrum velli en Ómar Smárason, deildarstjóri hjá samskiptadeild KSÍ, sagði við Fréttablaðið að það ekki útilokað að Ísland myndi spila á Daugava.

Hjörvar Hafliðason hefur vakið athygli á þessu á Twitter og birti færslu þar sem það fæst staðfest að Ísland mun spila við Lettland á Daugava á morgun klukkan 14:00 í úrslitaleiknum.

KSÍ skoðaði einnig að spila á Skonto-leikvanginum en komst þá að þeirri niðurstöðu að sá völlur væri einfaldlegra í verri málum en Daugava og því ákveðið að halda sig við upprunalegan leikstað.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner