Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 19. janúar 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho ósáttur með Conte: Ættum að vernda leikmenn
Mynd: Getty Images
Samband Jose Mourinho og Antonio Conte var aldrei sérlega vinalegt þó þeir hafi báðir verið við stjórnvölinn hjá Inter og Chelsea.

Nú er Conte að reyna að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham og hefur tjáð sig um það í fjölmiðlum. Mourinho er ósáttur með þessa hegðun Conte sem hann telur setja óþarfa pressu á danska landsliðsmanninn.

„Mér finnst eins og við þjálfarar ættum að haga okkur allir eins hvað varðar félagaskipti leikmanna. Við ættum allir að vera lokaðir og ekki tala um skiptin fyrr en þau eru staðfest. Antonio gerði það ekki, hann tjáði sig opinberlega um Eriksen," sagði Mourinho.

„Þegar ég er spurður út í einhvern leikmann þá get ég ekki svarað spurningunni ef þetta er ekki minn leikmaður. Við ættum alltaf að vernda leikmenn, þess vegna verð ég pirraður þegar ég sé fólk sem ber ábyrgð tala um Eriksen.

„Við ættum ekki að tala um leikmenn hjá öðrum félögum fyrr en þeir eru orðnir að okkar leikmönnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner