Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw með húfu og það gerði Keane áhyggjufullan
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, var einn af sérfræðingum Sky Sports fyrir leik Liverpool og Man Utd.

Honum var ekki skemmt er hann sá leikmenn Manchester United hita upp fyrir leikinn.

Viðvörunarbjöllur fóru að hringja hjá Keane þegar hann sá nokkra leikmenn Man Utd, þar á meðal bakvörðinn Luke Shaw, hita upp með húfu á hausnum.

„Því sem nær dregur, því áhyggjufyllri er ég að verða," sagði Keane. „Ég var í góðu lagi fyrir tveimur klukkustundum. En þegar ég sé leikmennina hita upp með asnaleg höfuðföt..." sagði Keane.

Keane var þá ekki sáttur með viðtölin sem tekin voru við Ole Gunnar Solskjær og Harry Maguire fyrir leik. „Það er eins og hugarfar þeirra sé að þeir vilji ekki tapa. Það er neikvætt tal nú þegar. Ég hef áhyggjur," sagði Keane.

Man Utd tapaði leiknum 2-0 og er Liverpool núna með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar.

Sjá einnig:
Roy Keane segir Martial ekki nægilega góðan


Athugasemdir
banner
banner