Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 19. janúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Fyrsti leikur Setien með Barca
Gleðilegan sunnudaginn. Það er leikið í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, í dag og verða fimm leikir spilaðir.

Dagurinn er tekinn snemma og er fyrsti leikurinn klukkan 11:00 á sólríku eyjunni Mallorca. Heimamenn taka þar á móti Valencia í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Real Betis mætir Martin Ödegaard og félögum í Real Sociedad, og þá mætir Villarreal liði Espanyol.

Athletic Bilbao og Celta Vigo eigast við klukkan 17:30, en síðasti leikur dagsins er í meira lagi áhugaverður. Þá fær Barcelona lið Granada í heimsókn. Leikurinn er áhugaverður vegna þess að þetta er fyrsti leikur Quique Setien með Barcelona.

Setien var ráðinn til Barcelona síðastliðinn mánudag eftir að Ernesto Valverde var rekinn. Setien er 61 árs gamall Spánverji fæddur í Santander. Sem leikmaður lék hann með Racing, Atletico, Logrones og Levante. Þá lék hann þrjá landsleiki.

Sem stjóri hefur hann verið hjá Racing, Poli Ejido, þjálfað landslið Miðbaugs-Gíneu, Logrones, Lugo, Las Palmas og síðast Real Betis en þaðan var hann rekinn síðasta sumar.

sunnudagur 19. janúar
11:00 Mallorca - Valencia (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Real Betis - Real Sociedad
15:00 Villarreal - Espanyol
17:30 Athletic Bilbao - Celta Vigo (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Barcelona - Granada (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir