Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. janúar 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Benzema verður ekki valinn í landsliðið - „Hann vill stuða fólk"
Didier Deschamps
Didier Deschamps
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, hefur útilokað það að Karim Benzema verði valinn í landsliðið í framtíðinni en hann talaði við Le Figaro um ummæli forsetaframbjóðandans, Michel Moulin.

Moulin er í baráttu við Noel Le Graet, forseta franska knattspyrnusambandsins, um embættið en forsetakosningar eru á næsta leiti.

Moulin hefur lofað því að fá Karim Benzema aftur í franska landsliðið ef hann vinnur en Benzema hefur ekki spilað fyrir Frakkland síðustu sex árin þrátt fyrir að hafa náð mögnuðum árangri með Real Madrid.

Ástæðan er einföld. Hann er ekki velkominn í landsliðið lengur eftir að hann ákvað að múta Mathieu Valbuena, liðsfélaga hans í landsliðinu, og hafa af honum peninga. Málið er nú að fara fyrir dóm í Frakklandi og gæti Benzema átt yfir höfði sér fangelsisdóm.

Deschamps hefur svarað Moulin í viðtali við Le Figaro og hlær hann að þessum ummælum.

„Þetta er ekki alvarlegt. Það er til fólk sem elskar að stuða annað fólk," sagði Deschamps.

„Ég las þessa yfirlýsingu frá Moulin í blaðinu ykkar og ég ætla að svara honum þó svo ég sé að næra fjölmiðla með orðum mínum um þetta."

„Þessi herramaður hefði átt að sækja um stöðuna sem þjálfari liðsins. Hann er greinilgea með gráðurnar í þetta og gæti átt möguleika á að taka við af mér."

„Allar ákvarðanir sem ég tek eru frá hjartanu og meðvitaðar og tek ég þær ákvarðanir sem ég tel bestar fyrir landsliðið."

„Horfðu á sóknarlínuna hjá okkur. Sjaldan eða jafnvel aldrei hefur framlína sýnt jafn mikla skilvirkni og framlínan sem við erum að spila með núna. Þetta eru staðreyndir þó svo það sé varla rætt í fjölmiðlum."


Deschamps vonar að Le Graet verði endurkjörinn sem forseti sambandsins.

„Það væri gott mál. Ég er ekki að tala fyrir mig því það væri svolítið eigingjarnt en þetta væri best fyrir franskan fótbolta," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner