Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. janúar 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Breiðablik ætlar ekki að fá nýjan markvörð
Sonný lagði hanskana á hilluna á dögunum.
Sonný lagði hanskana á hilluna á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki að leita að markmanni og höfum ekki einu sinni horft í það," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sonný Lára Þráinsdóttir hefur staðið á milli stanganna hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks undanfarin ár en hún lagði hanskana á hilluna á dögunum.

Íris Dögg Gunnarsdóttir var varamarkvörður Breiðabliks í sumar en Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir var í láni hjá Keflavík og Telma Ívarsdóttir hjá FH.

„Við erum búin að undirbúa það í einhvern tíma að vera klár með markmann. Við erum með Telmu Ívars og Ástu Vigdísi og svo er Íris líka hjá okkur. Við erum ekki í vandræðum. Við höfum verið að undirbúa framtíðina með þessum leikmönnum," sagði Þorsteinn.

Sjá einnig:
Þorsteinn brattur þrátt fyrir blóðtöku - Stefnan áfram sett á titilinn
Athugasemdir
banner
banner