Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 19. janúar 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Mónakó vill fá Marcelo
Mónakó hefur áhuga á að fá vinstri bakvörðinn Marcelo í sínar raðir frá Real Madrid.

Marcelo er á eftir Ferland Mendy í baráttunni um stöðu vinstri bakvarðar hjá Real Madrid.

BeIN Sports segir frá því í dag að Mónakó sé tilbúið að bjóða hinum 32 ára gamla Marcelo þriggja ára samning.

Marcelo þarf þó að taka á sig einhverja launalækkun ef félagaskiptin eiga að ganga í gegn.

Marcelo hefur spilað með Real Madrid síðan 2007 og unnið fjölmarga titla með félaginu.
Athugasemdir