Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 19. janúar 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla María: Ert ekkert að stefna á annað sætið
Kvenaboltinn
Mynd: Häcken
Agla María Albertsdóttir er á leið í atvinnumennsku, hún samdi við sænska félagið Häcken fyrr í þessum mánuði til þriggja ára. Agla María hefur verið mjög sigursæl á Íslandi, hefur alls unnið fimm stóra titla þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gömul.

Agla María ræddi við Fótbolta.net í dag um skrefið í atvinnumennsku.

„Mér líst bara mjög vel á þetta, mjög spennandi. Það hentaði vel fyrir mig að fara út á þessum tímapunkti. Þetta er topplið í sænsku deildinni og allt mjög „professional" hjá þessu félagi og ég lít klárlega á þetta sem skref upp á við," sagði Agla María.

„Ég fer út með það markmið að vera með stórt hlutverk í liðinu. Það er augljóst að það verður samkeppni um stöður en sama hvert ég hef farið þá hef ég ætlað mér að vera í stóru hlutverki. Ég ætla mér að gera það sama þarna."

Veistu hver markmiðin eru fyrir komandi tímabil? „Ég hef ekki hitt liðið ennþá en er að fara út fljótlega. Ég geri bara ráð fyrir því að það sé að vinna það sem hægt er að vinna. Þegar lið eru í toppbaráttu þá ertu ekkert að stefna á annað sætið."

„Mér leist best á þetta lið af þeim liðum sem voru í boði fyrir mig, þetta lið er í baráttunni ofarlega í töflunni, með frábæra umgjörð og þægilegt að þetta sé nálægt Íslandi."

„Ég held að það sé engin spurning að ég geti bætt mig á öllum sviðum, það er meðal annars markmiðið með því að fara út. Ég vil komast á hærra stig,"
sagði Agla María.

Hún talar einnig um landsliðið, tímabilið með Breiðabliki og Meistaradeildinni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner