Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 19. janúar 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla María: Ert ekkert að stefna á annað sætið
Kvenaboltinn
Mynd: Häcken
Agla María Albertsdóttir er á leið í atvinnumennsku, hún samdi við sænska félagið Häcken fyrr í þessum mánuði til þriggja ára. Agla María hefur verið mjög sigursæl á Íslandi, hefur alls unnið fimm stóra titla þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gömul.

Agla María ræddi við Fótbolta.net í dag um skrefið í atvinnumennsku.

„Mér líst bara mjög vel á þetta, mjög spennandi. Það hentaði vel fyrir mig að fara út á þessum tímapunkti. Þetta er topplið í sænsku deildinni og allt mjög „professional" hjá þessu félagi og ég lít klárlega á þetta sem skref upp á við," sagði Agla María.

„Ég fer út með það markmið að vera með stórt hlutverk í liðinu. Það er augljóst að það verður samkeppni um stöður en sama hvert ég hef farið þá hef ég ætlað mér að vera í stóru hlutverki. Ég ætla mér að gera það sama þarna."

Veistu hver markmiðin eru fyrir komandi tímabil? „Ég hef ekki hitt liðið ennþá en er að fara út fljótlega. Ég geri bara ráð fyrir því að það sé að vinna það sem hægt er að vinna. Þegar lið eru í toppbaráttu þá ertu ekkert að stefna á annað sætið."

„Mér leist best á þetta lið af þeim liðum sem voru í boði fyrir mig, þetta lið er í baráttunni ofarlega í töflunni, með frábæra umgjörð og þægilegt að þetta sé nálægt Íslandi."

„Ég held að það sé engin spurning að ég geti bætt mig á öllum sviðum, það er meðal annars markmiðið með því að fara út. Ég vil komast á hærra stig,"
sagði Agla María.

Hún talar einnig um landsliðið, tímabilið með Breiðabliki og Meistaradeildinni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner