Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fim 19. janúar 2023 11:18
Elvar Geir Magnússon
Af hverju fagnaði Olise ekki jöfnunarmarkinu glæsilega gegn Man Utd?
Michael Olise, leikmaður Crystal Palace, tók ansi látlaust 'fagn' þegar hann jafnaði með glæsilegu aukaspyrnumarki gegn Manchester United. Markið kom í uppbótartíma.

Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum en Olise virtist láta sér fátt um finnast meðan samherjar hans hópuðust að honum eftir markið.

Tom McIntyre, fyrrum samherji Olise hjá Reading, segir að þetta sé vanalegt hjá leikmanninum.

„Við vorum oft að furða okkur á þessu hátterni hjá honum. Hann skoraði kannski mikilvægt mark í leik og gekk svo rólegur til baka. Svo var hann að leika sér í líkamsræktarsalnum og fékk stig í einhverjum leik og öskraði og fagnaði," segir McIntyre. „Honum finnst gaman að vera öðruvísi og svalur."

„Um mitt síðasta tímabil hætti hann skyndilega að fylgja okkur öllum á Instagram, hann fór bara að fylgja einhverjum fimmtán. Hann elskar rapparann Lil Uzi Vert og fleiri rappara, þeir fylgja örfáum á Instagram og ég held að hann vilji vera eins og þeir. Honum finnst það svalt."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner