Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. janúar 2023 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Már til NAC Breda (Staðfest)
Elías á landsliðsæfingu haustið 2021.
Elías á landsliðsæfingu haustið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raðaði inn mörkum hjá Excelsior tímabilið 20/21.
Raðaði inn mörkum hjá Excelsior tímabilið 20/21.
Mynd: Getty Images
Hollenska félagið NAC Breda fékk í dag Elías Má Ómarsson frá franska félaginu Nimes. Elías skrifar undir eins og hálfs árs samning í Hollandi með möguleika á eins árs framlengingu ef Breda kemst upp í úrvalsdeild. Elías kemur til Hollands á frjálsri sölu frá Nimes.

Elías skoraði töluvert fyrir Nimes á síðasta tímabili en liðinu gekk ekki vel. Stefnan var að berjast á toppnum en það gekk ekki eftir. Elías, sem er uppalinn í Keflavík, fór til Nimes frá hollenska félaginu Excelsior sumarið 2021 og lék alls 45 keppnisleiki með Nimes. Í þeim skoraði hann átta mörk og lagði upp fjögur.

Síðast þegar Elías var í Hollandi, tímabilið 2020/21, skoraði hann 22 mörk í 37 leikjum og endaði sem næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar.

Fyrir áramót var hann fjórum sinnum í byrjunarliðinu, kom átta sinnum inn á sem varamaður og var einu sinni ónotaður varamaður. Framherjinn varð 28 ára í gær og er nú kominn í nýtt félag. Hann á að baki níu A-landsleiki og var síðast í hópnum í október 2021.

NAC Breda er í 12. sæti næstefstu deildar í Hollandi, fimm stigum frá umspilssæti þegar átján umferðir eru eftir af deildinni. Félagið lítur á Elías sem leikmann sem getur leyst nokkrar stöður framarlega á vellinum.

„Það er á margan hátt ljúft líf að búa í Suður-Frakklandi og við minnumst þessa tíma með hlýju. Hins vegar var margt fyrir utan fótboltann sem við vorum ekki ánægð með eins og skólar fyrir strákana osfrv. Þess vegna vildi ég breyta til,“ sagði Elías í dag. „Ég þarf núna 1-2 vikur til að komast í topp stand og síðan ætla ég að gera það sem ég geri best; að skora mörk og hjálpa liðinu að vinna leiki."

„Við vorum með tilboð frá skosku úrvalsdeildarliði og pólsku. Þá var einnig mikill áhugi í Noregi og Svíþjóð. Forsvarsmenn NAC Breda, sem er klúbbur með stóran fanbase, seldu okkur hins vegar þeirra framtíðarsýn og stefnan er að fara upp. Það verður erfitt í ár en næsta ár,“ sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, í viðtali við fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner