Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 19. janúar 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Mbappe hafnaði Liverpool - Engin örvænting hjá Arsenal
Powerade
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
David Moyes, stjóri West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham.
Mynd: EPA
Sergio Busquets.
Sergio Busquets.
Mynd: Getty Images
Mbappe, Maguire, Rice, Garnacho, Raya og fleiri í Powerade slúðurpakkanum þennan fimmtudaginn. Það eru innan við tvær vikur í að glugganum verður lokað!

Paris St-Germain var búið undir að selja Kylian Mbappe (24) til Liverpool síðasta sumar en hann hafnaði skiptunum vegna frétta sem orðuðu hann við Real Madrid. (Athletic)

Arsenal mun ekki taka upp veskið í örvæntingu í janúar þrátt fyrir að hafa misst af Mykhailo Mudryk (22) sem fór til Chelsea. Arsenal er tilbúið að bíða til sumars með að bjóða í enska miðjumanninn Declan Rice (24) hjá West Ham. (Sun)

West Ham reyndi að fá Harry Maguire (29) lánaðan en Manchester United hafnaði tilboðinu. Erik ten Hag vill halda Maguire út tímabilið. (Mail)

Það gæti freistað Everton að skipta Frank Lampard (44) út fyrir fyrrum stjóra félagsins David Moyes (59). Sæti Moyes hjá West Ham er heitt en bæði liðin eru í fallsvæði. (Sun)

Tottenham hefur boðið Everton að fá Lucas Moura (30) en samningur hans við Spurs rennur út í sumar. (Mail)

Manchester United hefur boðið Alejandro Garnacho (18) endurbætt samningstilboð. Real Madrid er sagt hafa áhuga á ungstirninu. (Independent)

Nottingham Forest er í viðræðum um að fá Chris Wood (31), sóknarmann Newcastle, lánaðan. Innifalin er klásúla um möguleg kaup. (Mail)

Fulham hefur verið orðað við Josh Maja (24) en sóknarmaðurinn lék með félaginu á lánssamningi 2021. Hann hefur skorað ellefu mörk í nítján leikjum fyrir Bordeaux í frönsku B-deildinni á tímabilinu. (Sun)

Chelsea og Manchester United eru tilbúin að keppa við Tottenham um spænska markvörðinn David Raya (27) hjá Brentford í sumar. (Telegraph)

Tottenham hefur boðið yfir 30 milljónir punda í spænska varnarmanninn Pedro Porro (23) hjá Sporting Lissabon. Portúgalska félagið vill að Tottenham borgi allt riftunarákvæði leikmannsins, 39 milljónir punda. (Record)

Atletico Madrid er að kaupa Memphis Depay (28) frá Barcelona. (Fabrizio Romano)

FC Kaupmannahöfn hefur staðfest viðræður við Leicester um sölu á danska vinstri bakverðinum Victor Kristiansen (20). (Leicester Mercury)

Joao de Assis Moreira (17), sonur Ronaldinho, er á reynslu hjá Barcelona, fyrrum félagi föður síns. Hann hefur ekki náð að heilla þjálfarateymið ennþá en Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur beðið um að hann fái meiri tíma. (La Gazzetta dello Sport)

Villarreal er líklegast til að krækja í Ben Brereton Díaz (23), Sílemanninn hjá Blackburn. Samningur sóknarmannsins rennur út í sumar. (Express)

Blackpool hyggst ráða Mick McCarthy, fyrrum stjóra Ipswich, Sunderland og Wolves, eftir að Michael Appleton var rekinn á miðvikudag. (Sun)

Sergio Busquets (34), leikmaður Barcelona, hefur hafnað tilboði um að gerast liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. (Catalunya Radio)
Athugasemdir
banner
banner