Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   mið 19. febrúar 2020 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man City og West Ham: Jesus og Aguero byrja báðir
Leikurinn fer fram á Etihad-vellinum.
Leikurinn fer fram á Etihad-vellinum.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester City og West Ham mætast í ensku úrvalsdeildinni á Etihad-vellinum klukkan 19:30.

Þetta verður fyrsti leikur City eftir að félagið fékk tveggja ára bann frá UEFA fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi. City áfrýjar þessum dómi en spennandi verður að sjá hvernig leikmenn liðsins verða stemmdir gegn David Moyes og lærisveinum í kvöld.

Þessi leikur átti upphaflega að fara fram fyrr í þessum mánuði en var frestað vegna ofsaveðurs á Bretlandseyjum.

City lék síðast fótboltaleik 2. febrúar og tapaði þá 2-0 gegn Tottenham. Frá þeim leik koma Aymeric Laporte og Benjamin Mendy í vörnina, David Silva á miðjuna og Bernardo Silva og Gabriel Jesus í fremstu víglínu. Jesus og Aguero byrja báðir, en það er ekki oft sem það gerist að sóknarmennirnir tveir séu saman í byrjunarliðinu.

Raheem Sterling er ekki í leikmannahópi Man City út af meiðslum.

West Ham gerði 3-3 jafntefli gegn Brighton þann 1. febrúar síðastliðinn. Frá þeim leik gerir Moyes eina breytingu. Sebastian Haller fer á bekkinn og kemur bakvörðurinn Arthur Masuaku inn í hans stað.

Jarrod Bowen, sem var keyptur frá Hull á gluggadegi, byrjar á bekknum hjá West Ham og er Felipe Anderson, sem hefur verið að glíma við meiðsli, einnig á bekknum.

City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en West Ham er í fallsæti. Moyes hefur kallað eftir því að stuðningsmenn West Ham standi með liðinu í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Otamendi, Laporte, Mendy, Rodrigo, David Silva, De Bruyne, Bernardo Silva, Jesus, Aguero.
(Varamenn: Bravo, Stones, Gundogan, Fernandinho, Mahrez, Cancelo, Foden)

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Fredericks, Diop, Ogbonna, Cresswell, Masuaku, Snodgrass, Noble, Rice, Soucek, Antonio.
(Varamenn: Randolph, Balbuena, Zabaleta, Anderson, Lanzini, Bowen, Haller)

Sjá einnig:
Man City svarar UEFA: Ásakanirnar eru rangar
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner