Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 19. febrúar 2021 06:00
Aksentije Milisic
Hudson-Odoi: Vil vera leikmaður sem önnur lið óttast
Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea, segir að þrátt fyrir að hann sé notaður sem vængbakvörður undir stjórn Tomas Tuchel, þá ætti hann að skora eða leggja upp í hverjum einasta leik.

Þessi tvítugi leikmaður hefur skorað þrettán mörk í 86 leikjum fyrir Chelsea og lagt upp 15.

Hann telur sig geta bætt sig til muna og hann vill verða leikmaður sem önnur lið óttast við að mæta.

„Þú vilt vera leikmaðurinn sem önnur lið óttast. Ég vil leggja upp eða skora í hverjum einasta leik og hjálpa liðinu eins mikið og ég get."

„Ég vil verða leikmaður sem skorar reglulega. Ég vil annaðhvort skora eða leggja upp."
Athugasemdir
banner