Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Frank: Foden er líklegasti Englendingurinn til að vinna Gullknöttinn
Foden er samningsbundinn Man City til sumarsins 2027 og er metinn á um 100 milljónir punda.
Foden er samningsbundinn Man City til sumarsins 2027 og er metinn á um 100 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brentford á gríðarlega erfiðan útileik gegn Manchester City annað kvöld þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Thomas Frank, aðalþjálfari Brentford, veit að hann er að mæta í gríðarlega erfiðan leik gegn ógnarsterku liði Man City, sem varð bæði Englands- og Evrópumeistari þegar liðið vann 'þrennuna' eftirsóttu á síðustu leiktíð.

Frank hefur miklar mætur á leikmönnum City og þá sérstaklega Phil Foden, sem er kominn með 15 mörk og 10 stoðsendingar í öllum keppnum.

„Phil Foden er frábær leikmaður og að mínu mati er hann sá Englendingur sem er líklegastur til að vinna Gullknöttinn í framtíðinni. Hann býr yfir ótrúlegum gæðum og getur orðið enn betri," sagði Frank, en það eru aðeins tvær vikur síðan Foden skoraði þrennu á Brentford Community Stadium í 1-3 sigri Man City.

„Hann er ótrúlega fullkominn leikmaður og getur haft áhrif á fótboltaleiki á ýmsa vegu. Í síðasta leik þá skoraði hann þrennu, en hann er líka mjög góður að gefa stoðsendingar og að taka varnarmenn á. Þetta er leikmaður sem leggur mikla vinnu í allt sem hann gerir, hann virðist vera með frábært hugarfar og getur bara orðið betri með tímanum."

England hefur ekki átt kandídata í baráttunni um Gullknöttinn síðan Frank Lampard og Steven Gerrard hrepptu annað og þriðja sætið árið 2005. Jude Bellingham er af mörgum talinn líklegasti Englendingurinn til að hreppa Gullknöttinn á sínum ferli, þó það sé eitthvað sem Harry Kane gæti einnig afrekað á næstu árum. Bukayo Saka er einnig inni í myndinni, enda er hann aðeins 22 ára gamall og er kominn með 15 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner