Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
banner
   mán 19. febrúar 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Jota frá í tvo mánuði?
Liverpool bíður nákvæmra frétta af meiðslum portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota en samkvæmt fréttum gæti hann verið frá í um tvo mánuði.

Jota verður ekki með gegn Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag eftir að hafa meiðst á hné í 4-1 sigri gegn Brentford. Félagið bíður eftir niðurstöðu úr skoðun á meiðslunum.

Christian Nörgaard miðjumaður Brentford lenti slysalega á Jota í fyrri hálfleik um helgina. Jota fór af velli á börum og yfirgaf leikvanginn með hnéhlíf.

Jota hefur leikið virkilega vel með Liverpool síðustu vikur, eða síðan hann kom til baka úr meiðslum aftan í læri um jólahátíðina. Hann hefur skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar.

Curtis Jones fór einnig í skoðun etir að hafa meiðst á ökkla gegn Brentford og ekki vitað hvort hann geti tekið þátt í leiknum á Wembley á sunnudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner