Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 15:45
Elvar Geir Magnússon
Kalajdzic sleit krossband í þriðja sinn
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt hefur staðfest að austurríski sóknarmaðurinn Sasa Kalajdzic hafi slitið krossband. Hann meiddist eftir aðeins tíu mínútur í 3-3 jafnteflisleik gegn Freiburg.

Kalajdzic er 26 ára og gekk í raðir þýska félagsins á lánssamningi frá Wolves í janúarglugganum.

Þessi hávaxni framherji sleit einnig krossband í september 2022, í sínum fyrsta leik með Wolves en hann hafði þá verið keyptur frá Stuttgart.

Hann hefur þrisvar lent í því á ferlinum að slíta krossband en hann lenti fyrst í því 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner