fim 19. mars 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Siggi Helga velur draumalið Manchester City
Sergio Aguero og Vincent Kompany eru báðir í liðinu.
Sergio Aguero og Vincent Kompany eru báðir í liðinu.
Mynd: Getty Images
Siggi Helga er harður stuðningsmaður Manchester City.
Siggi Helga er harður stuðningsmaður Manchester City.
Mynd: Úr einkasafni
Pablo Zabaleta.
Pablo Zabaleta.
Mynd: Getty Images
David Silva og Kevin de Bruyne eru í liðinu.
David Silva og Kevin de Bruyne eru í liðinu.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Þar sem enginn fótbolti er í gangi á Englandi þessa dagana þá er tilvalið að líta aðeins um öxl. Fótbolti.net fékk Sigurð Helgason, stuðningsmann Manchester City, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina.

Sjá einnig:
Kristján Atli velur draumalið Liverpool
Kristján Óli velur draumalið Liverpool

„Þar sem ég fæ þann heiður að velja bezta City lið sögunar ætla ég að nota tækifærið og stikla aðeins í sögunni sem sumir segja að sé ekki til," sgaði Siggi þegar hann skilaði inn liði sínu.

„City var stofnað 1894 og hélt upp á það með fernu í titlum á Englandi á 125 ára afmælinu. Það er í fyrsta skipti sem það gerist á Englandi. Fyrsti titillinn kom í hús 1904 með sigri í enska bikarnum FA Cup. Aðalmaðurin þessi fyrstu ár félagsins var Billy Meredith og var hann fyrsta "ofurstjarnan" í enskri knattspyrnu. Timabilið 1904-1905 náði City alla leið í úrslit bikarsins (tapaði fyrir Bolton)o g lenti í 2. sæti í deild 2 stigum á eftir Newcastle."

„Í lokaleiknum á móti Aston Villa kom alvarlegt mál upp þvi Billy hafði reynt að múta fyriliða Aston Villa. Við rannsókna málsins kom í ljós að leikmenn City höfðu fengið greiðslur undir borðið. Stjórnarmenn og 17 leikmenn voru dæmdir í ársbann og máttu aldrei leika með City aftur. Þeim dómi var síðan breytt. Meredith og 3 aðrir leikmenn City skiptu yfir í Manchester United og voru lykilleikmenn United þegar þeir unnu deildina 1908 og fleiri titlar fylgdu í kjölfarið. Meredith lék 11. tímabil með United áður en hann snéri til baka til City."

„Hann lék samtals 26. leiktímabil og fjölda leikja fyrir Wales. Árangur City næstu árin var ekkert til að hrópa húrra fyrir en 1933 náði liðið í bikarúrslit en tapaði, árið 1934 fór liðið aftur í bikarúrslit og sigraði Portsmouth. Á leiðinni í úrslitaleikinn lék City við Stoke á Main Road og setti áhorfendamet 84.569 held það standi ennþá. Næsti titill í hús var Englandsmeistara titillinn 1937. árið eftir 1938 féll City í 2. deild þótt það skoraði flest mörk í deildinni. City fór í úrslitaleikinn í bikarnum 1955 og tapaði fyrir Newcastle. Aftur í úrslit 1956 og sigraði Birmingham 3-1. Tíu ár liðu þangað til City varð aftur stórveldi í enska á árunum 1966 til 1981. Á þessu tímabili unnu þeir 7. stóra titla og fyrra gullaldarliðið varð til. Þetta er tímabilið sem ég byrjaði að halda með City og margir aðrir Íslendingar sérstaklega stuðningsmenn Víkings Reykjavík. Næstu ár voru City erfið. Féll meðal annars í 3 deild 1998. Sheikh Mansour keypti liðið fyrsta september 2008 og á árunum 2011-2020 hefur liðið unnið 14 titla."

„Fleiri leikmenn sem gátu verið í besta liði Manchester City.
Ederson, Billy Meredith, Mike Summerbee, Francis Lee, Yaya Toure, Giorgi Kinklade, Tony Book, Peter Beagrie, Kazimierz Deyna, Asa Hartford og Paul Lake. Þetta lið er ósigrandi. Liðsuppstilling 4-4-2 með tígulmiðju. Þjálfari Pep Guardiola."
Markvörður: Bert Trautman
Þýskur stríðsfangi sem var í fangabúðum á Englandi. Gerð hefur verið mynd um ævi hans "The Keeper" 2 tímar að lengd og er á Youtube.

Hægri bakvörður: Pablo Zabaleta
Keyptur í ágúst 2008 frá Espanol áður en Sheikh Mansour keypti liðið. Skoraði fyrsta markið í leiknum á móti QPR 2012 þótt enginn muni eftir því.

Hafsent: Vincent Kompany
Keyptur frá Hamburger SV í águst 2008 sem varnarsinnaður miðjumaður. Mancini setti hann í vörnina 2010 og spilaði hann þar út ferilinn hjá City. Segja má að hann hafi tryggt City titilinn 2019 með stórkostlegu marki á móti Leicester.

Hafsent: Fernandinho
Keyptur sem varnarsinnaður miðjumaður frá Shakhtar Donetsk 2013 og hefur verið einn besti maður liðsins síðan. Hefur leikið hafsentinn á ár. Þegar salan á honum var að lenda í ógöngum þá afsalaði hann sér sínum hluta kauðverðsins ca. 4-5 milljónir punda til að pressa hana í gegn.

Vinstri bakvörður: Willie Donachie
Skoskur landsliðsmaður sem kom úr unglingstarfi City. Var í hinu sigursæla liði á 7. áratugnum. Valinn í úrvalslið HM 1974 og HM 1978. Segir allt sem segja þarf.

Djúpur miðjumaður: Colin Bell "King of the Kippax"
Enskur landsliðsmaður sem hafur varið álitinn besti leikaðurmaður City frá upphafi. Hann hefur samt fengið harða samkeppni frá leikmönnum City síðasta áratug.

Hægri miðjumaður: Kevin de Bruyne
Besti miðjumaður á Englandi í dag og sennilega í heiminum. Segir altt sem segja þarf.

Vinstri miðjumaður: Raheem Sterling
Keyptur frá Liverpool 2015. Skoraði 43 mörk fyrir City og enska landsliðið 2019. Messi 47 og Lewandovski 51. Sýnir hvað hann hefur bætt sig mikið hjá City.

Sóknarmiðjuaður: David Silva
Merlin eða "EL Mago" eins og liðsfélagar hans kalla hann. Keyptur 2010 frá Valencia. Er að leika sitt síðasta tímabil fyrir City.
Varla stigið feilspor í 10 ár á miðjunni hjá City. Stundum hefur maður á tifinningunni að hans sé með augu í hnakkanm.

Sóknarmaður: Carlos Tevez
Velkominn til Manchester! Keyptur frá United 2009. Var lykilmaður í sigri á FA Cup 2011. Lenti upp á kant við Mancini tímabilið 2011/2012 tók sér frí nokkra mánuði eftir það rifrildi. Það náðist að sætta þá félaga og lék hann ca. síðustu 3 mánuði 2012 og átti stóran þátt í titlinum eftir 44 ára bið.

Sóknarmaður: Sergio Aguero
Keyptur frá Atletico Madrid 28. júlí 2011. Fyrsti leikur fyrir City gegn Swansea kom inná í stöðunni 1-0 á 60 mín. Skoraði 2 lagði upp eitt í 4-0 sigri. Búinn að skora 254 mörk í 368 leikjum fyrir City. Markahæsti útlendingurinn ensku deildinni og flestar þrennur 12 talsins. Verður samt alltaf minnst fyrir markið á 93:20 mínútu gegn QPR 13. maí 2012. Það er sagt að Kaninn hafi fengið áhuga á fótbolta útaf þessu marki.

Tvær staðreyndir um Manchester City
Talan 23 hefur verið tekin úr umferð hjá City til virðingar við Marc-Vivien Foe leikmann City. Hann lést í leik með Cameroon gegn Kólombíu í Álfukeppni FIFA 2003 aðalvellinum í Lyon.

Stærstu sigrar Manchester City á Manchester United
23. janúar 1926 Old Trafford 6-1
23. sept. 1989 Maine Road. 5-1
23. okt. 2011 Old Trafford 6-1

Fimm leikmenn Manchester City hafa leikið eða þjálfað á Íslandi
Árni Gautur Arason ÍA og Stjärnan
David James ÍBV
Gunnar Nielsen FH
Steve Fleet þjálfaði ÍA 1981 og ÍBV 1982 0g 1983
Ivan Golac þjálfaði ÍA 1997
Athugasemdir
banner
banner
banner