Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 22:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Sauð upp úr í leikslok þegar Juventus lagði Inter
Leandro Paredes
Leandro Paredes
Mynd: EPA

Inter 0 - 1 Juventus
0-1 Filip Kostic ('23 )
Rautt spjald: Danilo D'Ambrosio (Inter) og Leandro Paredes (Juventus) eftir leik.


Inter fékk Juventus í heimsókn í síðasta leik dagsins í ítölsku deildinni. 

Inter hefði með sigri getað endurheimt annað sætið af Lazio sem vann Roma fyrr í dag í miklum hasarleik.

Svipað var upp á teningnum í Milanó borg í kvöld. Filip Kostic sá til þess að Juventus var með 1-0 forystu í hálfleik þegar hann tók þéttingsfast skot sem hafnaði í netinu.

Inter var mun meira með boltann en náði lítið að ógna Wojciech Szczesny í marki Juventus. Leiknum lauk því með 1-0 sigri Juventus.

Það var einhver pirringur í Danilo D'Ambrosio leikmanni Inter sem fékk að líta gula spjaldið undir lok leiksins og þegar dómarinn hafði flautað leikinn af lenti D'Ambrosio upp á kannt við Leandro Paredes sem varð því valdandi að báðir fengu að líta rauða spjaldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner