Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Við erum líka bara fólk
Mynd: Getty Images
James Milner og Jürgen Klopp mættu í viðtal eftir 1-1 jafntefli gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það var lítið rætt um leikinn að leikslokum heldur var tillagan að evrópskri Ofurdeild í umræðunni.

Milner og Klopp segjast báðir vera gegn hugmyndinni en þeim þykir ósanngjarnt að fólk skelli skuldinni á þá fyrir það sem er að gerast.

„Við erum fótboltalið og höfum ekkert með svona ákvarðanir að gera. Fólk verður að muna að leikmenn og þjálfarar tengjast þessu ekki. Hluti af gagnrýninni er mjög ósanngjarn því það vorum ekki við sem tókum neinar ákvarðanir," sagði Klopp.

„Mér líst ekkert á hvernig margir eru að tala um Liverpool. Það eru allir að öskra á okkur en við verðum öll að fara varlega því við erum líka bara fólk. Við höfum ekkert með þessar ákvarðanir að gera, við spilum bara fótbolta.

„Ef fólk vill gagnrýna spilamennsku liðsins eða þjálfunarhætti mína þá er það í lagi. Það er ekki í lagi að öskra á okkur útaf einhverju öðru.

„Eigendur félagsins eru frábært fólk, þeir eru ekki mikið fyrir áhættur. Þeir munu reyna að útskýra þetta fyrir mér. Mun ég skilja þær útskýringar? Ég veit ekki, en þetta er ekki mín ákvörðun að taka."


Milner tók í svipaða strengi. Leikmenn Leeds tóku einnig undir og hafði Marcelo Bielsa sitt til málanna að leggja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner