Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 13:11
Magnús Már Einarsson
KSÍ tekur skýra afstöðu gegn Ofurdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið segist taka skýra afstöðu gegn stofnun á evrópskri Ofurdeild.

Tólf stór félög í Evrópu tilkynntu í gær um stofnun Ofurdeildairnnar en þau hafa fengið mikla gagnrýni í kjölfarið.

Vegna fregna af evrópskri "ofurdeild":
KSÍ tekur skýra afstöðu gegn stofnun nokkurra af ríkustu knattspyrnufélögum í Evrópu á “ofurdeild” og lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun þessara félaga.

Samstaða og samheldni eru sterkustu gildi knattspyrnuhreyfingarinnar. Þessi gildi ná til knattspyrnusambanda og knattspyrnufélaga um alla álfuna og ákvörðun þessara félaga brýtur gegn þeim gildum. Það er óásættanlegt.

Það er von KSÍ að þessi félög sjái að sér og dragi fyrirætlanir sínar til baka, en ef ekki þá mun KSÍ styðja hverja þá ákvörðun um viðurlög eða refsingu sem tekin verður á sameiginlegum vettvangi knattspyrnuhreyfingarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner