Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 10:10
Magnús Már Einarsson
Mun hinn 29 ára gamli Mason að stýra Tottenham út tímabilið?
Ryan Mason (til hægri) fagnar marki með Erik Lamela og Harry Kane.
Ryan Mason (til hægri) fagnar marki með Erik Lamela og Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Tottenham rak í dag knattspyrnustjórann Jose Mourinho og tilkynnti að Ryan Mason taki tímabundið við stjórnvölunum.

Hinn 29 ára gamli Mason hefur verið þjálfari í unglingaliði Tottenham en hann varð að leggja skóna á hilluna árið 2018 eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í leik með Hull.

Mason ólst upp hjá Tottenham og spilaði með aðalliði félagsins frá áður en hann fór til Hull árið 2016.

Tottenham hefur staðfest að Mason stýri æfingu í dag og fjölmiðlar ytra halda því margir fram að hann muni stýra liðinu út tímabilið. Tottenham stefnir síðan á að ráða nýjan stjóra til frambúðar í sumar.

Chris Powell, sem hefur verið í þjálfaraliði Tottenham, gæti verið Mason til aðstoðar en flestir aðrir úr þjálfaraliði Mourinho voru einnig reknir.

Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins næstkomandi sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner